Erlent

Undirbúa sig fyrir mikil mótmæli

Samúel Karl Ólason skrifar
Enn sem komið er hafa mótmæli í Jerúsalem verið fámenn.
Enn sem komið er hafa mótmæli í Jerúsalem verið fámenn. Vísir/AFP
Yfirvöld í Ísrael hafa undirbúið sig fyrir mikil mótmæli í Jerúsalem og á Vesturbakkanum í dag. Hundruð lögregluþjóna og hermenn eru á svæðunum. Mótmæli hófust í gær, eftir tilkynningu Bandaríkjanna um ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, og særðust tugir Palestínumanna í átökum við öryggissveitir.

Ákvörðun Bandaríkjanna hefur verið gagnrýnd harðlega. Ísraelar hafa ávalt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína en Palestínumenn líta á austurhluta borgarinnar sem höfuðborg framtíðarríkis Palestínu.

Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst málið?



Fylkingar Palestínumanna hafa kallað eftir mótmælum í dag og hafa leiðtogar Hamas kallað eftir nýrri uppreisn gegn Ísrael.



Víða kom til átaka í gær samkvæmt frétt BBC. Mótmælendur og öryggissveitir Ísrael tókust á á Vesturbakkanum, í Jerúsalem og við landamæri Ísrael og Gaza. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum og þá flestir vegna gúmmíkúlna og táragass en einhverjir munu hafa hlotið skotsár. Ekki hafa borist fregnir af sárum meðal öryggissveita Ísrael.



Samkvæmt Times of Israel er enn rólegt í Jerúsalem en búist er við miklum mótmælum eftir að föstudagsbænum líkur. Ísraelsmenn búast við tugum þúsunda mótmælenda og munu forsvarsmenn hersins óttast svokallaðar „lone wolf“ árásir í mótmælunum.


Tengdar fréttir

Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða

Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×