Trump segir að reka ætti blaðamann sem bað hann afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2017 23:44 Donald Trump í Pensacola í gær. Vísir/Getty „Það ætti að reka hann,“ segir forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, um blaðamann bandaríska dagblaðsins Washington Post sem hefur beðist afsökunar á því að deilt mynd sem átti að sýna að fáir hafi verið viðstaddir ræðu forsetans í Flórída í gærkvöldi. Ræðuna hélt Trump í Pensacola-höllinni þar sem hann hvatti kjósendur til að veita Repúblikanum Roy Moore atkvæði sitt. Eftir kosningafundinn birti Trump tíst þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagði áhorfendastúkurnar hafa verið „pakkaðar“.Töluverður fjöldi var samankominn þegar Trump hélt ræðu sína í Pensacola-höllinni í gær.Vísir/GettySkömmu síðar fór mynd í deilingu af kosningafundinum sem átti að sýna fram á að staðhæfing Trumps um mætingu á kosningafundinn hefði ekki verið sannleikanum samkvæm. Sú mynd var hins vegar tekin fyrr um kvöldið, áður en Trump hélt ræðu sína.Trump minntist á þetta á Twitter í dag þar sem hann sagði blaðamann Washington Post, Dave Weigel, hafa deilt þessari mynd sem hafi verið tekin klukkustundum áður en hann mætti á svæðið og þúsundir hafi beðið eftir að komast inn. Hann fór fram á afsökunarbeiðni frá Washington Post og að þessi staðhæfing yrði dregin til baka.Weigel varð við því, baðst afsökunar og eyddi myndinni. Hann sagði þetta hafa verið slæmt tíst af sinni hálfu, en ekki frétt frá Washington Post.Trump sagði í kvöld á Twitter að Weigel hefði viðurkennt mistök og fór fram á að hann yrði rekinn. .@daveweigel of the Washington Post just admitted that his picture was a FAKE (fraud?) showing an almost empty arena last night for my speech in Pensacola when, in fact, he knew the arena was packed (as shown also on T.V.). FAKE NEWS, he should be fired.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2017 .@DaveWeigel @WashingtonPost put out a phony photo of an empty arena hours before I arrived @ the venue, w/ thousands of people outside, on their way in. Real photos now shown as I spoke. Packed house, many people unable to get in. Demand apology & retraction from FAKE NEWS WaPo! pic.twitter.com/XAblFGh1ob— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2017 Sure thing: I apologize. I deleted the photo after @dmartosko told me I'd gotten it wrong. Was confused by the image of you walking in the bottom right corner. https://t.co/fQY7GMNSaD— Dave Weigel (@daveweigel) December 9, 2017 It was a bad tweet on my personal account, not a story for Washington Post. I deleted it after like 20 minutes. Very fair to call me out.Everything I say on Twitter is a joke, except what I say about @swin24. https://t.co/tI7SQnpoN9— Dave Weigel (@daveweigel) December 9, 2017 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
„Það ætti að reka hann,“ segir forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, um blaðamann bandaríska dagblaðsins Washington Post sem hefur beðist afsökunar á því að deilt mynd sem átti að sýna að fáir hafi verið viðstaddir ræðu forsetans í Flórída í gærkvöldi. Ræðuna hélt Trump í Pensacola-höllinni þar sem hann hvatti kjósendur til að veita Repúblikanum Roy Moore atkvæði sitt. Eftir kosningafundinn birti Trump tíst þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagði áhorfendastúkurnar hafa verið „pakkaðar“.Töluverður fjöldi var samankominn þegar Trump hélt ræðu sína í Pensacola-höllinni í gær.Vísir/GettySkömmu síðar fór mynd í deilingu af kosningafundinum sem átti að sýna fram á að staðhæfing Trumps um mætingu á kosningafundinn hefði ekki verið sannleikanum samkvæm. Sú mynd var hins vegar tekin fyrr um kvöldið, áður en Trump hélt ræðu sína.Trump minntist á þetta á Twitter í dag þar sem hann sagði blaðamann Washington Post, Dave Weigel, hafa deilt þessari mynd sem hafi verið tekin klukkustundum áður en hann mætti á svæðið og þúsundir hafi beðið eftir að komast inn. Hann fór fram á afsökunarbeiðni frá Washington Post og að þessi staðhæfing yrði dregin til baka.Weigel varð við því, baðst afsökunar og eyddi myndinni. Hann sagði þetta hafa verið slæmt tíst af sinni hálfu, en ekki frétt frá Washington Post.Trump sagði í kvöld á Twitter að Weigel hefði viðurkennt mistök og fór fram á að hann yrði rekinn. .@daveweigel of the Washington Post just admitted that his picture was a FAKE (fraud?) showing an almost empty arena last night for my speech in Pensacola when, in fact, he knew the arena was packed (as shown also on T.V.). FAKE NEWS, he should be fired.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2017 .@DaveWeigel @WashingtonPost put out a phony photo of an empty arena hours before I arrived @ the venue, w/ thousands of people outside, on their way in. Real photos now shown as I spoke. Packed house, many people unable to get in. Demand apology & retraction from FAKE NEWS WaPo! pic.twitter.com/XAblFGh1ob— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2017 Sure thing: I apologize. I deleted the photo after @dmartosko told me I'd gotten it wrong. Was confused by the image of you walking in the bottom right corner. https://t.co/fQY7GMNSaD— Dave Weigel (@daveweigel) December 9, 2017 It was a bad tweet on my personal account, not a story for Washington Post. I deleted it after like 20 minutes. Very fair to call me out.Everything I say on Twitter is a joke, except what I say about @swin24. https://t.co/tI7SQnpoN9— Dave Weigel (@daveweigel) December 9, 2017
Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira