„Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira