Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1.
Massa ætlaði sér upphaflega að berjast um sæti sitt hjá Williams við þá þrjá ökumenn sem helst þykja koma til greina í dag. Hann hætti svo við það og ákvaða að hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Brassinn hefur þó lýst yfir áhuga á að halda áfram kappakstri, hugsanlega í Formúlu E.
Þeir þrír sem nú berjast um sæti Massa hjá Williams eru: Robert Kubica, Pascal Wehrlein og Paul di Resta.
Sjá einnig: Williams þverneitar að búið sé að semja við Kubica.
„Abú Dabí er alltaf góð keppni og þangað er gaman að koma. Fólkið þar elskar Formúlu 1. Umgjörðin í kringum brautina er ein sú besta í heimi. Það eru svo margar veislur í kringum brautina og snekkjur í höfninni, fólk er komið til að skemmta sér og horfa á spennandi keppni,“ sagði Massa í samtali við MotorsportWeek.
„Þetta verður tilfinningaþrungin keppni fyrir mig. Þetta verður mín síðasta keppni hjá Williams og síðasta keppni í Formúlu 1. Ég hlakka til og ég ætla að njóta hvers augnabliks og enda ferilinn á góðum nótum,“ bætti Massa við.
Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí

Tengdar fréttir

Felipe Massa hættir í Formúlu 1
Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur.

Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári
Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili.

Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu
Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram.