Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2017 10:15 Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. Vísir/Getty Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. Nýjustu ásakanirnar sem borist hafa snúa að fréttamanninum Charlie Rose sem um árabil stjórnaði einum vinsælasta spjallþætti í Bandaríkjunum. Hann hefur síðastliðin ár unnið fyrir CBS sem bæði gestastjórnandi hjá 60 mínútum og þáttarstjórnandi í morgunþættinum CBS This Morning. Honum hefur verið vísað ótímabundið úr starfi í kjölfar ásakananna, sem spanna langt tímabil. Einnig bárust fréttir í vikunni um að John Lasseter, einn stofnenda Pixar og leikstjóri Toy Story, hefði sjálfur ákveðið að fara í sex mánaða leyfi á meðan mál hans er til rannsóknar hjá Disney. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa orðið uppvís að óviðeigandi hegðun, sérstaklega með óvelkomnum faðmlögum. Slíkar ásakanir hafa orðið til þess að framleiðslu fjölmargra sjónvarpsþátta og kvikmynda hefur verið hætt. Að sama skapi var leikaranum Kevin Spacey skipt út fyrir leikarann Christopher Plummer í nýjustu kvikmynd Ridleys Scott, All the Money in the World. Áhrifa byltingarinnar sem á sér stað í skemmtanabransanum í Bandaríkjunum gætir einnig innan stjórnmálanna í Bandaríkjunum og hafa að minnsta kosti tveir öldungadeildarþingmenn verið nefndir til sögunnar. Annar þeirra er John Conyers, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum til margra ára, sem viðurkennt hefur að hafa greitt fyrrverandi starfskonu sinni bætur eftir að hún sakaði hann um kynferðislega áreitni árið 2015. Demókratar brugðust skjótt við og hafa nú hafið rannsókn á málinu innan siðferðiseftirlitsnefndar flokksins. 1. Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðandi. Fleiri en 60 ásakanir um ýmist nauðgun eða kynferðislega áreitni. Honum var vikið úr starfi forstjóra framleiðslufyrirtækis síns, The Weinstein Company, í kjölfarið. 2. Kevin Spacey leikari. Fjölmargir ungir karlmenn hafa sakað leikarann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Spacey var rekinn úr þáttunum House of Cards á Netflix. 3. Ben Affleck leikari hefur verið ásakaður af tveimur konum um kynferðislega áreitni. 4. Oliver Stone leikstjóri hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni árið 1990. 5. James Toback leikstjóri hefur verið ásakaður af fleiri en 200 konum um kynferðislega áreitni sl. 20 ár. 6. Andy Dick leikari hefur verið ásakaður af fjölda manns um kynferðislega áreitni. 7. Jeremy Piven, leikari í þáttunum Entourage, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af þremur konum. 8. Dustin Hoffman leikari hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af tveimur konum, á níunda áratugnum. 9. Brett Ratner, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi sjónvarpsþáttanna Prison Break og kvikmynda eins og The Revenant og War Dogs, hefur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni. 10. Russell Simmons, risi í hip-hopheiminum, hefur verið ásakaður um að hafa, ásamt Brett Ratner, nauðgað og áreitt tvær konur kynferðislega. 11. Ed Westwick, leikari úr þáttunum Gossip Girl, hefur verið sakaður um nauðgun af þremur konum. 12. Jeffrey Tambor, leikari úr þáttunum Arrested Development og Transparent, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af tveimur konum og er óvíst hvort framleiðslu þáttanna Transparent verður haldið áfram. 13. Steven Seagal leikari. Að minnsta kosti þrjár konur, meðal annarra leikkonan Portia de Rossi, hafa sakað Steven Seagal um kynferðislega áreitni á 9. og 10. áratugnum. 14. Louis C.K., leikari og grínisti. Fimm konur hafa sakað Louis um kynferðislega áreitni, meðal annars að hafa fróað sér fyrir framan þær. Atvikin eiga að hafa átt sér stað á fimmtán ára tímabili. Hætt var við dreifingu kvikmyndar hans I love you, Daddy og bæði Netflix og FX hafa hætt við framleiðslu þátta í samstarfi við hann. 15. Andrew Kreisberg, framleiðandi þáttanna The Arrow og Supergirl, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af nærri tuttugu manns. 16. Al Franken, fyrrverandi grínisti en núverandi öldungadeildarþingmaður á bandaríska þinginu, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. 17. Mark Schwahn, framleiðandi þáttanna One Tree Hill, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af leikkonum þáttarins meðan á tökum stóð. 18. Charlie Rose fréttamaður. Átta konur hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi kynferðislega hegðun í þeirra garð á löngu tímabili. 19. John Lasseter, einn stofnenda Pixar og leikstjóri Toy Story, fór sjálfur í sex mánaða leyfi á meðan mál hans er til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa orðið uppvís að óviðeigandi hegðun, sérstaklega með faðmlögum. 20. John Conyers, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum, hefur viðurkennt að hafa greitt fyrrverandi starfskonu sinni bætur, eftir að hún sakaði hann um kynferðislega áreitni árið 2015. Demókratar brugðust skjótt við og hófu rannsókn á málinu innan siðferðiseftirlitsnefndar flokksinsþþ MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. Nýjustu ásakanirnar sem borist hafa snúa að fréttamanninum Charlie Rose sem um árabil stjórnaði einum vinsælasta spjallþætti í Bandaríkjunum. Hann hefur síðastliðin ár unnið fyrir CBS sem bæði gestastjórnandi hjá 60 mínútum og þáttarstjórnandi í morgunþættinum CBS This Morning. Honum hefur verið vísað ótímabundið úr starfi í kjölfar ásakananna, sem spanna langt tímabil. Einnig bárust fréttir í vikunni um að John Lasseter, einn stofnenda Pixar og leikstjóri Toy Story, hefði sjálfur ákveðið að fara í sex mánaða leyfi á meðan mál hans er til rannsóknar hjá Disney. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa orðið uppvís að óviðeigandi hegðun, sérstaklega með óvelkomnum faðmlögum. Slíkar ásakanir hafa orðið til þess að framleiðslu fjölmargra sjónvarpsþátta og kvikmynda hefur verið hætt. Að sama skapi var leikaranum Kevin Spacey skipt út fyrir leikarann Christopher Plummer í nýjustu kvikmynd Ridleys Scott, All the Money in the World. Áhrifa byltingarinnar sem á sér stað í skemmtanabransanum í Bandaríkjunum gætir einnig innan stjórnmálanna í Bandaríkjunum og hafa að minnsta kosti tveir öldungadeildarþingmenn verið nefndir til sögunnar. Annar þeirra er John Conyers, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum til margra ára, sem viðurkennt hefur að hafa greitt fyrrverandi starfskonu sinni bætur eftir að hún sakaði hann um kynferðislega áreitni árið 2015. Demókratar brugðust skjótt við og hafa nú hafið rannsókn á málinu innan siðferðiseftirlitsnefndar flokksins. 1. Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðandi. Fleiri en 60 ásakanir um ýmist nauðgun eða kynferðislega áreitni. Honum var vikið úr starfi forstjóra framleiðslufyrirtækis síns, The Weinstein Company, í kjölfarið. 2. Kevin Spacey leikari. Fjölmargir ungir karlmenn hafa sakað leikarann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Spacey var rekinn úr þáttunum House of Cards á Netflix. 3. Ben Affleck leikari hefur verið ásakaður af tveimur konum um kynferðislega áreitni. 4. Oliver Stone leikstjóri hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni árið 1990. 5. James Toback leikstjóri hefur verið ásakaður af fleiri en 200 konum um kynferðislega áreitni sl. 20 ár. 6. Andy Dick leikari hefur verið ásakaður af fjölda manns um kynferðislega áreitni. 7. Jeremy Piven, leikari í þáttunum Entourage, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af þremur konum. 8. Dustin Hoffman leikari hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af tveimur konum, á níunda áratugnum. 9. Brett Ratner, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi sjónvarpsþáttanna Prison Break og kvikmynda eins og The Revenant og War Dogs, hefur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni. 10. Russell Simmons, risi í hip-hopheiminum, hefur verið ásakaður um að hafa, ásamt Brett Ratner, nauðgað og áreitt tvær konur kynferðislega. 11. Ed Westwick, leikari úr þáttunum Gossip Girl, hefur verið sakaður um nauðgun af þremur konum. 12. Jeffrey Tambor, leikari úr þáttunum Arrested Development og Transparent, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af tveimur konum og er óvíst hvort framleiðslu þáttanna Transparent verður haldið áfram. 13. Steven Seagal leikari. Að minnsta kosti þrjár konur, meðal annarra leikkonan Portia de Rossi, hafa sakað Steven Seagal um kynferðislega áreitni á 9. og 10. áratugnum. 14. Louis C.K., leikari og grínisti. Fimm konur hafa sakað Louis um kynferðislega áreitni, meðal annars að hafa fróað sér fyrir framan þær. Atvikin eiga að hafa átt sér stað á fimmtán ára tímabili. Hætt var við dreifingu kvikmyndar hans I love you, Daddy og bæði Netflix og FX hafa hætt við framleiðslu þátta í samstarfi við hann. 15. Andrew Kreisberg, framleiðandi þáttanna The Arrow og Supergirl, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af nærri tuttugu manns. 16. Al Franken, fyrrverandi grínisti en núverandi öldungadeildarþingmaður á bandaríska þinginu, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. 17. Mark Schwahn, framleiðandi þáttanna One Tree Hill, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af leikkonum þáttarins meðan á tökum stóð. 18. Charlie Rose fréttamaður. Átta konur hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi kynferðislega hegðun í þeirra garð á löngu tímabili. 19. John Lasseter, einn stofnenda Pixar og leikstjóri Toy Story, fór sjálfur í sex mánaða leyfi á meðan mál hans er til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa orðið uppvís að óviðeigandi hegðun, sérstaklega með faðmlögum. 20. John Conyers, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum, hefur viðurkennt að hafa greitt fyrrverandi starfskonu sinni bætur, eftir að hún sakaði hann um kynferðislega áreitni árið 2015. Demókratar brugðust skjótt við og hófu rannsókn á málinu innan siðferðiseftirlitsnefndar flokksinsþþ
MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira