Wonder Woman Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Ég er bíófíkill. Mér finnst fátt betra en að hverfa inn í myrkur bíósalarins með popp og Pepsi, hverfa á vit hinna klikkuðustu ævintýra, drepfyndinna grínmynda eða hjartnæmra örlagasagna sem kalla fram frjókornaofnæmi. Ég dreg börnin mín með við hvert tækifæri. Undanfarið höfum við séð dálítið af ofurhetju- og ævintýramyndum. Það gleður mig afskaplega að í þessum myndum, og í svo mörgum öðrum myndum líka, eru konur alltaf að verða meira og meira áberandi. Kona er aðalhetjan í Star Wars. Katness Everdeen byltir þjóðfélaginu í Hunger Games. Wonder Woman bjargar heiminum. Sama gildir um þær seríur í sjónvarpi sem við hjónin horfum á í sófanum heima. Konur eru í aðalhlutverki. Þegar Ellefu í Stranger Things reiðist er eins gott að verða ekki á vegi hennar. Hún stútar þér með hugarorkunni. Sveittar konur eru jafnsveittar í Walking Dead og sveittu karlarnar. Í Game of Thrones stjórna konur drekum. Tina Fey er fyndnust í heimi.Von um veröld Þegar ég sat í bíósal með börnunum á mánudaginn og horfði á Wonder Woman skipa Batman, Superman, Flash, Cyborg, Aquaman og þessum strákum fyrir verkum og á Amazónurnar berjast hetjulega við hinn ofurilla Steppenwolf þá varð ég beinlínis meyr í allri dramatíkinni. Mig langar einlæglega til þess að veröldin sé svona: Að konur og karlar standi jafnfætis. Að konur og karlar sigrist saman á ógnum heimsins. Mig langar að konur og karlar styðji hvert annað í fjölbreytileika sínum, styrkleikum og veikleikum. Mig langar að ójafnrétti sé ekki til. Af hverju í ósköpunum ættu konur að vera á einhvern hátt lægra settar en karlar? Ég skil það ekki. Er jörðin flöt? Ég á son og dóttur. Þau eru jöfn. Annað er ekki til umræðu.Bless dóni Ég held að tímarnir séu að breytast á stórkostlegan hátt. Réttlætið mun sigra. Dónakarlar fá nú á baukinn. Það er löngu tímabært að það sé varanlega hoggið í stein að allt dónatal og kynbundið virðingarleysi, kynbundin valdbeiting og perraskapur í garð kvenna líðst ekki lengur, hefur aldrei verið viðeigandi og má nú hverfa að eilífu úr okkar menningu. Verum lifandi, verum skotin, verum frjáls, gerum okkur að fíflum, reynum við, flörtum. Allt þetta má. Við erum mannleg. En ekki vera dónakarl. Sýndu virðingu. Virtu mörk. Ekki niðurlægja. Margt slæmt hefur horfið úr okkar kúltúr blessunarlega í gegnum tíðina og nú er komið að þessu.Einfalt mál Umræðan er eldfim. Karlar hafa líka mátt þola ýmislegt. Sumir vilja tala um það. Konur haga sér líka illa stundum. Aðrir vilja tala um það. Alhæfingin um að allir karlar verði að taka ábyrgð fer í taugarnar á einhverjum. Menn falla í vörn. Þetta eru allt skiljanleg viðbrögð. En skítt með það. Hér er of mikið í húfi. Umræðan má ekki fara út um allar trissur. Nú gildir einfaldlega hið fornkveðna, að þeir taki þetta til sín sem eiga það. Og allir skulum við, herrar mínir, nota þetta kærkomna tækifæri til þess að líta í eigin barm, af ærinni og uppsafnaðri ástæðu: Er eitthvað sem ég get bætt í samskiptum við konur? Hef ég verið fáviti? Ef svo er, þá er málið einfalt: Ekki vera fáviti. Þetta gildir um okkur alla; mig, þig, pabbana, afana, synina, stjórnmálamennina, leikstjórana, prófessorana, dómarana, prestana, Superman, Aquaman, Cyborg og Flash. Batman káfar ekki á rassinum á Wonder Woman. Aldrei. Þau bjarga heiminum saman. Ef við föttum þetta ekki núna mun Ellefu stúta okkur með hugarorkunni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég er bíófíkill. Mér finnst fátt betra en að hverfa inn í myrkur bíósalarins með popp og Pepsi, hverfa á vit hinna klikkuðustu ævintýra, drepfyndinna grínmynda eða hjartnæmra örlagasagna sem kalla fram frjókornaofnæmi. Ég dreg börnin mín með við hvert tækifæri. Undanfarið höfum við séð dálítið af ofurhetju- og ævintýramyndum. Það gleður mig afskaplega að í þessum myndum, og í svo mörgum öðrum myndum líka, eru konur alltaf að verða meira og meira áberandi. Kona er aðalhetjan í Star Wars. Katness Everdeen byltir þjóðfélaginu í Hunger Games. Wonder Woman bjargar heiminum. Sama gildir um þær seríur í sjónvarpi sem við hjónin horfum á í sófanum heima. Konur eru í aðalhlutverki. Þegar Ellefu í Stranger Things reiðist er eins gott að verða ekki á vegi hennar. Hún stútar þér með hugarorkunni. Sveittar konur eru jafnsveittar í Walking Dead og sveittu karlarnar. Í Game of Thrones stjórna konur drekum. Tina Fey er fyndnust í heimi.Von um veröld Þegar ég sat í bíósal með börnunum á mánudaginn og horfði á Wonder Woman skipa Batman, Superman, Flash, Cyborg, Aquaman og þessum strákum fyrir verkum og á Amazónurnar berjast hetjulega við hinn ofurilla Steppenwolf þá varð ég beinlínis meyr í allri dramatíkinni. Mig langar einlæglega til þess að veröldin sé svona: Að konur og karlar standi jafnfætis. Að konur og karlar sigrist saman á ógnum heimsins. Mig langar að konur og karlar styðji hvert annað í fjölbreytileika sínum, styrkleikum og veikleikum. Mig langar að ójafnrétti sé ekki til. Af hverju í ósköpunum ættu konur að vera á einhvern hátt lægra settar en karlar? Ég skil það ekki. Er jörðin flöt? Ég á son og dóttur. Þau eru jöfn. Annað er ekki til umræðu.Bless dóni Ég held að tímarnir séu að breytast á stórkostlegan hátt. Réttlætið mun sigra. Dónakarlar fá nú á baukinn. Það er löngu tímabært að það sé varanlega hoggið í stein að allt dónatal og kynbundið virðingarleysi, kynbundin valdbeiting og perraskapur í garð kvenna líðst ekki lengur, hefur aldrei verið viðeigandi og má nú hverfa að eilífu úr okkar menningu. Verum lifandi, verum skotin, verum frjáls, gerum okkur að fíflum, reynum við, flörtum. Allt þetta má. Við erum mannleg. En ekki vera dónakarl. Sýndu virðingu. Virtu mörk. Ekki niðurlægja. Margt slæmt hefur horfið úr okkar kúltúr blessunarlega í gegnum tíðina og nú er komið að þessu.Einfalt mál Umræðan er eldfim. Karlar hafa líka mátt þola ýmislegt. Sumir vilja tala um það. Konur haga sér líka illa stundum. Aðrir vilja tala um það. Alhæfingin um að allir karlar verði að taka ábyrgð fer í taugarnar á einhverjum. Menn falla í vörn. Þetta eru allt skiljanleg viðbrögð. En skítt með það. Hér er of mikið í húfi. Umræðan má ekki fara út um allar trissur. Nú gildir einfaldlega hið fornkveðna, að þeir taki þetta til sín sem eiga það. Og allir skulum við, herrar mínir, nota þetta kærkomna tækifæri til þess að líta í eigin barm, af ærinni og uppsafnaðri ástæðu: Er eitthvað sem ég get bætt í samskiptum við konur? Hef ég verið fáviti? Ef svo er, þá er málið einfalt: Ekki vera fáviti. Þetta gildir um okkur alla; mig, þig, pabbana, afana, synina, stjórnmálamennina, leikstjórana, prófessorana, dómarana, prestana, Superman, Aquaman, Cyborg og Flash. Batman káfar ekki á rassinum á Wonder Woman. Aldrei. Þau bjarga heiminum saman. Ef við föttum þetta ekki núna mun Ellefu stúta okkur með hugarorkunni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun