Klukkustund til eða frá Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Í ein fimmtíu ár hafa Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Tímareikningi var breytt árið 1968 eftir háværar kröfur um að öllu hringli með klukkuna skyldi hætt fyrir fullt og allt og komið var á föstum tíma árið um kring. Þannig var klukkunni flýtt um eina klukkustund og Íslendingar stilla nú úrin, eða snjallsímana öllu frekar, eftir alheimstíma. Á síðustu tuttugu árum hafa þingmenn lagt fram þrjú lagafrumvörp og fimm tillögur til þingsályktunar sem miða að því að færa tímareikning til betra horfs. Sumir vilja flýta klukkunni enn frekar, aðrir vilja seinka henni aftur. Heilbrigðisráðherra hefur nú skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang Sólar. Samkvæmt upplýsingum Landlæknis sofa 44,2 prósent Íslendinga skemur en sjö klukkustundir að jafnaði og 18,9 prósent sofa skemur en sex klukkustundir. Að sofa ítrekað skemur en átta klukkustundir dregur úr árvekni, viðbragðstíma og framleiðni. Svefnskortur hefur verið tengdur við offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og háþrýsting. Íslendingar eru ekkert einsdæmi í þessum efnum. Skortur á svefni er viðvarandi vandamál í flestum vestrænum ríkjum. Bjartari morgnar fylgja seinkun klukkunnar, en um leið dimmir fyrr síðdegis. Þetta hefur ýmsa augljósa kosti í för með sér, en hvort breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á svefnvenjur er með öllu óljóst. Þetta gamla deilumál er í engum tengslum við veruleikann og þau miklu vandamál sem fylgja minni svefni. Er ekki líklegra að ein umfangsmesta breyting á samfélagsgerð mannanna frá upphafi hafi eitthvað að gera með þetta vandamál? Líklega hefur ekkert haft jafn mikil áhrif á líf mannanna og tölvur, snjallsímar, internetið og samfélagsmiðlar. Blá birta frá tölvu- og snjalltækjaskjáum hægir á framleiðslu melatóníns sem fínstillir lífsklukku okkar. Að halda því fram að sólarljós ráði fyrst og fremst líkamsklukku nútímamannsins er einfaldlega ekki rétt. Það hvernig við stillum klukkuna hefur lítið með vandamálið að gera. Hins vegar má færa sannfærandi rök fyrir því að lífsstíll hafi meiriháttar áhrif á svefnvenjur okkar. Talsmenn þess að seinka klukkunni hafa vísað til Nóbelsverðlauna í lífeðlis- og læknisfræði á þessu ári en þau hlutu þrír vísindamenn fyrir einstakar rannsóknir sínar á dægurklukkunni. Þessar mikilvægu grunnrannsóknir undirstrika það hvernig allar lífverur eru þrælar Sólarinnar og hversu mikilvægt það er að samþætta innri og ytri klukku. Að halda því fram að þetta flókna samband megi bæta einfaldlega með því að breyta tímareikningi er mikill misskilningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun
Í ein fimmtíu ár hafa Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Tímareikningi var breytt árið 1968 eftir háværar kröfur um að öllu hringli með klukkuna skyldi hætt fyrir fullt og allt og komið var á föstum tíma árið um kring. Þannig var klukkunni flýtt um eina klukkustund og Íslendingar stilla nú úrin, eða snjallsímana öllu frekar, eftir alheimstíma. Á síðustu tuttugu árum hafa þingmenn lagt fram þrjú lagafrumvörp og fimm tillögur til þingsályktunar sem miða að því að færa tímareikning til betra horfs. Sumir vilja flýta klukkunni enn frekar, aðrir vilja seinka henni aftur. Heilbrigðisráðherra hefur nú skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang Sólar. Samkvæmt upplýsingum Landlæknis sofa 44,2 prósent Íslendinga skemur en sjö klukkustundir að jafnaði og 18,9 prósent sofa skemur en sex klukkustundir. Að sofa ítrekað skemur en átta klukkustundir dregur úr árvekni, viðbragðstíma og framleiðni. Svefnskortur hefur verið tengdur við offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og háþrýsting. Íslendingar eru ekkert einsdæmi í þessum efnum. Skortur á svefni er viðvarandi vandamál í flestum vestrænum ríkjum. Bjartari morgnar fylgja seinkun klukkunnar, en um leið dimmir fyrr síðdegis. Þetta hefur ýmsa augljósa kosti í för með sér, en hvort breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á svefnvenjur er með öllu óljóst. Þetta gamla deilumál er í engum tengslum við veruleikann og þau miklu vandamál sem fylgja minni svefni. Er ekki líklegra að ein umfangsmesta breyting á samfélagsgerð mannanna frá upphafi hafi eitthvað að gera með þetta vandamál? Líklega hefur ekkert haft jafn mikil áhrif á líf mannanna og tölvur, snjallsímar, internetið og samfélagsmiðlar. Blá birta frá tölvu- og snjalltækjaskjáum hægir á framleiðslu melatóníns sem fínstillir lífsklukku okkar. Að halda því fram að sólarljós ráði fyrst og fremst líkamsklukku nútímamannsins er einfaldlega ekki rétt. Það hvernig við stillum klukkuna hefur lítið með vandamálið að gera. Hins vegar má færa sannfærandi rök fyrir því að lífsstíll hafi meiriháttar áhrif á svefnvenjur okkar. Talsmenn þess að seinka klukkunni hafa vísað til Nóbelsverðlauna í lífeðlis- og læknisfræði á þessu ári en þau hlutu þrír vísindamenn fyrir einstakar rannsóknir sínar á dægurklukkunni. Þessar mikilvægu grunnrannsóknir undirstrika það hvernig allar lífverur eru þrælar Sólarinnar og hversu mikilvægt það er að samþætta innri og ytri klukku. Að halda því fram að þetta flókna samband megi bæta einfaldlega með því að breyta tímareikningi er mikill misskilningur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun