Access Hollywood svarar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 17:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017 Donald Trump Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fækkar herforingum um fimmtung Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017
Donald Trump Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fækkar herforingum um fimmtung Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira