Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 14:15 Cyntoia Brown er 29 ára gömul í dag. Wikipedia Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. Hún afplánar lífstíðardóm vegna málsins. Þrettán árum seinna vilja skærustu stjörnur Hollywood aðstoða Brown við að losna úr fangelsi. Það var í ágúst árið 2004 sem Brown skaut Johnny Mitchell Allen til bana. Allen var 43 ára og hafði borgað fyrir kynmök með Brown. Málið hefur aftur ratað í fjölmiðla vestanhafs eftir að stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihönnu og LeBron James vöktu athygli á því. did we somehow change the definition of #JUSTICE along the way?? cause..... Something is horribly wrong when the system enables these rapists and the victim is thrown away for life! To each of you responsible for this child's sentence I hope to God you don't have children, because this could be your daughter being punished for punishing already! #FREECYNTOIABROWN #HowManyMore A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Nov 21, 2017 at 5:12am PSTÁ unglingsárum sínum flúði Brown að heiman til Nashville í Tennessee. Þar hitti hún 24 ára gamlan mann sem er kallaður „Cut Throat.“ Þau byrjuðu að búa saman á hótelum en maðurinn misnotaði Brown, nauðgaði henni og neyddi hana út í vændi, að sögn lögmanna hennar. Daginn sem hún hitti Allen árið 2004 hafði Cut Throat sagt henni að fara út á götuhorn og koma til baka með peninga. Allen tók Brown upp í pallbíl og fór með hana heim til sín. Þegar þangað var komið sýndi hann henni hluta skotvopnasafns síns og fylgdi henni svo inn í svefnherbergi.Hrædd um að vera nauðgað og myrt Samkvæmt Brown teygði Allen sig undir rúmið á einum tímapunkti og hélt hún að hann væri að leita að byssu svo hún náði sjálf í byssu í veskið sitt og skaut hann. Einnig rændi hún peningum og tveimur byssum af Allen. Saksóknarar í málinu töldu ránið hafa verið aðalásetning Brown en hún heldur fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Þegar hún var á heimili hans, eftir að hafa verið keypt fyrir kynlíf, sýndi hann henni töluvert af vopnum sem hann átti svo hún hélt að hún yrði myrt auk þess að vera nauðgað,“ sagði Charles Bone, lögmaður Brown, í samtali við NBC. Réttað var yfir henni sem fullorðnum einstaklingi og þrátt fyrir að hafa borið fyrir sig sjálfsvörn var hún dæmd sek fyrir morð af fyrstu gráðu. Brown er í dag 29 ára og getur sótt um skilorð eftir 40 ár, þegar hún verður 69 ára. Baráttufólk fyrir málstað Brown segir hana hafa verið fórnarlamb mansals og að dómurinn yfir henni hafi verið of þungur miðað við aldur hennar og aðstæður. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig opinberlega um mál Brown síðustu viku eru fyrirsætan Cara Delevigne og rapparinn Snoop Dogg. Kim Kardashian West er ein þeirra sem hefur lagt málstaðnum lið og hefur hún gengið svo langt að bjóða fram aðstoð lögfræðinga sinna í málinu.The system has failed. It's heart breaking to see a young girl sex trafficked then when she has the courage to fight back is jailed for life! We have to do better & do what's right. I've called my attorneys yesterday to see what can be done to fix this. #FreeCyntoiaBrown pic.twitter.com/73y26mLp7u— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 21, 2017 „Cyntoia er slegin og hissa á því hve margar stjörnur hafa skyndilega ákveðið að þau þurfi að vekja athygli á þessu. Hún er mjög þakklát fyrir áhuga þeirra, áhyggjur og stuðning,“ sagði Charles Bone. Ítrekað hefur komið fram, meðal annars í umfjöllun fjölmiðla, heimildarmynd um málið og í gögnum málsins, að Cyntoia hafi verið með einkenni áfengisheilkennis fósturs. Árið 2012 komust læknar að því að hún væri með vefræna geðröskun. Síðan dómur féll yfir Brown hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til að sækjast eftir endurupptöku á máli hennar. Lögmaður hennar telur að ef hún yrði dæmd eftir núverandi lögum í Tennessee ríki yrði hún dæmd fyrir annarar gráðu morð og gæti sótt um skilorð á næstu árum, þegar hún hefur afplánað 15 ár af dómi. „Munurinn á 15 árum og 51 ári er heil mannsævi fyrir manneskju eins og Cyntoiu“ segir hann. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, NBC og CNN. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. Hún afplánar lífstíðardóm vegna málsins. Þrettán árum seinna vilja skærustu stjörnur Hollywood aðstoða Brown við að losna úr fangelsi. Það var í ágúst árið 2004 sem Brown skaut Johnny Mitchell Allen til bana. Allen var 43 ára og hafði borgað fyrir kynmök með Brown. Málið hefur aftur ratað í fjölmiðla vestanhafs eftir að stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihönnu og LeBron James vöktu athygli á því. did we somehow change the definition of #JUSTICE along the way?? cause..... Something is horribly wrong when the system enables these rapists and the victim is thrown away for life! To each of you responsible for this child's sentence I hope to God you don't have children, because this could be your daughter being punished for punishing already! #FREECYNTOIABROWN #HowManyMore A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Nov 21, 2017 at 5:12am PSTÁ unglingsárum sínum flúði Brown að heiman til Nashville í Tennessee. Þar hitti hún 24 ára gamlan mann sem er kallaður „Cut Throat.“ Þau byrjuðu að búa saman á hótelum en maðurinn misnotaði Brown, nauðgaði henni og neyddi hana út í vændi, að sögn lögmanna hennar. Daginn sem hún hitti Allen árið 2004 hafði Cut Throat sagt henni að fara út á götuhorn og koma til baka með peninga. Allen tók Brown upp í pallbíl og fór með hana heim til sín. Þegar þangað var komið sýndi hann henni hluta skotvopnasafns síns og fylgdi henni svo inn í svefnherbergi.Hrædd um að vera nauðgað og myrt Samkvæmt Brown teygði Allen sig undir rúmið á einum tímapunkti og hélt hún að hann væri að leita að byssu svo hún náði sjálf í byssu í veskið sitt og skaut hann. Einnig rændi hún peningum og tveimur byssum af Allen. Saksóknarar í málinu töldu ránið hafa verið aðalásetning Brown en hún heldur fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Þegar hún var á heimili hans, eftir að hafa verið keypt fyrir kynlíf, sýndi hann henni töluvert af vopnum sem hann átti svo hún hélt að hún yrði myrt auk þess að vera nauðgað,“ sagði Charles Bone, lögmaður Brown, í samtali við NBC. Réttað var yfir henni sem fullorðnum einstaklingi og þrátt fyrir að hafa borið fyrir sig sjálfsvörn var hún dæmd sek fyrir morð af fyrstu gráðu. Brown er í dag 29 ára og getur sótt um skilorð eftir 40 ár, þegar hún verður 69 ára. Baráttufólk fyrir málstað Brown segir hana hafa verið fórnarlamb mansals og að dómurinn yfir henni hafi verið of þungur miðað við aldur hennar og aðstæður. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig opinberlega um mál Brown síðustu viku eru fyrirsætan Cara Delevigne og rapparinn Snoop Dogg. Kim Kardashian West er ein þeirra sem hefur lagt málstaðnum lið og hefur hún gengið svo langt að bjóða fram aðstoð lögfræðinga sinna í málinu.The system has failed. It's heart breaking to see a young girl sex trafficked then when she has the courage to fight back is jailed for life! We have to do better & do what's right. I've called my attorneys yesterday to see what can be done to fix this. #FreeCyntoiaBrown pic.twitter.com/73y26mLp7u— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 21, 2017 „Cyntoia er slegin og hissa á því hve margar stjörnur hafa skyndilega ákveðið að þau þurfi að vekja athygli á þessu. Hún er mjög þakklát fyrir áhuga þeirra, áhyggjur og stuðning,“ sagði Charles Bone. Ítrekað hefur komið fram, meðal annars í umfjöllun fjölmiðla, heimildarmynd um málið og í gögnum málsins, að Cyntoia hafi verið með einkenni áfengisheilkennis fósturs. Árið 2012 komust læknar að því að hún væri með vefræna geðröskun. Síðan dómur féll yfir Brown hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til að sækjast eftir endurupptöku á máli hennar. Lögmaður hennar telur að ef hún yrði dæmd eftir núverandi lögum í Tennessee ríki yrði hún dæmd fyrir annarar gráðu morð og gæti sótt um skilorð á næstu árum, þegar hún hefur afplánað 15 ár af dómi. „Munurinn á 15 árum og 51 ári er heil mannsævi fyrir manneskju eins og Cyntoiu“ segir hann. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, NBC og CNN.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira