Amerískar pönnukökur í stöflum í heil 20 ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. nóvember 2017 09:15 Grái kötturinn er á besta aldri þó að útidyrahurðin sé orðin öldungur. Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30. Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30.
Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira