Amerískar pönnukökur í stöflum í heil 20 ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. nóvember 2017 09:15 Grái kötturinn er á besta aldri þó að útidyrahurðin sé orðin öldungur. Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30. Matur Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára gömlu verði eða 500 krónur. Ekki nóg með það að staðurinn sé 20 ára heldur er útidyrahurðin að staðnum 90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að fagna í dag. Þegar staðurinn var opnaður árið 1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á matseðil eins og þá var í boði, og hefur verið í boði nánast óbreyttur síðan þá. „Grái kötturinn var stofnaður af hjónunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn, New York en þegar þau komu heim fannst þeim vanta þennan ameríska morgunmat sem þau voru svo hrifin af í Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og opnuðu þá þennan stað, meðal annars til að svala eigin þörf fyrir bandarískan morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði allt saman og hvaðan hugmyndin um að afgreiða amerískar pönnukökur hafi komið, en hann ásamt Elínu Ragnarsdóttur, konu sinni, er núverandi eigandi Gráa kattarins. „Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim við að hanna staðinn að innan og það er mikið af listaverkum eftir þau á veggjunum. Staðurinn hefur svo bara gengið vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið nóg hjá þeim og við hjónin fréttum af því, þau eru vinafólk okkar, þannig að þetta endaði með að við keyptum staðinn í júlí. Það gengur bara afskaplega vel.“Það er glæsilegt um að litast inn á Gráa kettinum og listaverk á veggjum eftir stofendur staðarins.Nafn staðarins er bæði dregið af kettinum Jósteini sem flatmagaði á ofni í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar sem var áður með verslun í húsnæðinu sem Grái kötturinn er í og einnig orðatiltækinu, sem snýr að fastagestum – en fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn í þessi 20 ár og er til að mynda pönnukökuuppskriftin þróuð með hjálp frá einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórarinssyni. Hann mætti daglega snemma á morgnana og kom með athugasemdir um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn sinn, þangað til að þær urðu smátt og smátt eins og þær eru. Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta daginn. Hann sat í þann klukkutíma sem staðurinn var opinn þann daginn og drakk malt. „Við ætlum að halda upp á afmælið í dag. Það verður stafli af „pönnsum“ með sírópi og smjöri auðvitað á fimmhundruð kall. Þannig að þú getur fengið pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall. Það verður líka allur matseðillinn í boði og við ætlum að hafa opið á meðan fólk mætir,“ segir Ásmundur en Grái kötturinn er opnaður klukkan 7.30.
Matur Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira