Fótbolti

Simeone „ósnertanlegur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diego Simeone
Diego Simeone vísir/getty
Forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Atletico Madrid sagði að efasemdir um Diego Simeone, knattspyrnustjóra félagsins, væru ekki leyfðar.

Madrídarliðið hefur valdið vonbrigðum það sem af er tímabilinu. Liðið er í fjórða sæti í deildinni heima fyrir og eiga á hættu að komast ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Simeone er ósnertanlegur hjá Atletico Madrid. Af stuðningsmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði forsetinn Enrique Cerezo í viðtali við spænska blaðið Marca.

„Við erum með besta leikmannahóp sem við höfum haft. Við erum að spila leik, og leikir eru þannig að stundum vinnur þú og stundum tapar þú.“

Fyrr í vikunni greindu enskir fjölmiðlar frá því að enska úrvalsdeildarliðið Everton hefði áhuga á því að fá Simeone í þjálfarastöðuna þar á bæ, en Cerezo virðist ekki hafa áhuga á að láta hann fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×