Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2017 08:29 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30