Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 11:25 Menn hafa bætt í bruna á jarðefnaeldsneyti á sama tíma og þörf er á hröðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila