Léttist um 25 kíló á einu ári: Mikil hvatning í myndunum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 19:30 „Það er kannski klisja en mér hefur aldrei liðið betur, ég er öruggari með sjálfa mig og hef gaman af því sem ég er að gera,“ segir hin 23ja ára Hekla Skjaldardóttir. Hún ákvað að breyta um lífsstíl fyrir nokkrum árum og sér ekki eftir því í dag.Skrópaði í íþróttum og vissi ekkert um næringu „Ég get nú ekki sagt að það hafi verið einhver ein dramatísk stund þar sem ég ákvað það að breyta um lífsstíl. Ég hef aldrei verið einhver íþróttatýpa, þannig að hreyfing var bara ekki á minni dagskrá þegar ég var unglingur. Ég hef akkúrat ekkert keppnisskap og áhuginn var af skornum skammti. Ég var líka alveg týpan sem var dugleg að skrópa í íþróttum, einfaldlega af því að ég nennti ekki að standa í þessu. Mér fannst vesen að svitna og þurfa að fara í sturtu eftir tímana,“ segir Hekla og bætir við að hún hafi lítið sem ekkert spáð í holla næringu. „Mataræðið var nokkurn veginn í takt við þetta. Ég segi nú ekki að það hafi verið alslæmt en ég bara pældi ekkert í því. Ég borðaði í raun bara það sem ég vildi þegar ég vildi og áttaði mig engan veginn á því hvaða næring væri nauðsynlegt fyrir mig að fá og hvenær.“Heklu hefur aldrei liðið betur með sig sjálfa.Mynd / Úr einkasafniByrjaði allt í Zumba Hekla er að norðan en flutti til Reykjavíkur til að næla sér í BA gráðu í mannfræði í Háskóla Íslands. Þá breyttist margt. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var vinkona mín alltaf að tuða í mér í að koma með sér í Zumba. Ég hélt nú ekki, enda í engu formi og hafði engan áhuga á að gera mig að fífli með því að fara í Zumba tíma og dansa fyrir framan ókunnugt fólk,“ segir Hekla og brosir þegar hún rifjar þetta upp. Vinkonan var þrjósk og á endanum gaf Hekla sig. „Suðið skilaði sér og ég fór reglulega í Zumba í sirka tvö ár. Eftir það langaði mig að bæta við mig aukahreyfingu. Ég fann að mér leið vel á því að hreyfa mig og vildi gera meira af því.“25 kíló fuku á einu ári Hekla skráði sig í einkaþjálfun í tvo mánuði sumarið 2016. „Það er víst ekki mjög hengugt fyrir fátæka námsmenn að vera í einkaþjálfun í langan tíma þannig að ég fór að velta fyrir mér hvað væri í boði og leist svona vel á fjarþjálfunina frá FitSuccess. Ég sló til og skráði mig og ætli það hafði ekki verið sú ákvörðun sem hafði hvað mest að segja í því að ég breytti um lífsstíl,“ segir Hekla, sem náði frábærum árangri á aðeins einu ári. „Í þjálfuninni hjá FitSuccess lærði ég líka nauðsynlega hluti um mataræðið, sem er nefnilega stærsti parturinn í því að bæta líkamlegt form. Ég sinnti þjálfuninni mjög samvisksamlega og það hentaði mér mjög vel að borða eftir matarplani. Það gerði ég í næstum því eitt ár ásamt því að ég mætti fimm til sex sinnum í viku í ræktina, tók lyftingaræfingar og svo Zumba einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Ég fann það fljótt að ég varð „háð“ því að borða hollt og að hreyfa mig því að ég veit hversu vel mér líður af því. Á sirka einu ári léttist ég um 25 kíló.“Heklu líður best þegar hún er að hreyfa sig og hugsa vel um sig sjálfa.Mynd / Úr einkasafniVar nokkuð þung á sér andlega Hekla er 23ja ára í dag og er mjög þakklát fyri rað hafa tekið þá ákvörðun að breyta lífi sínu. Henni gekk reyndar svo vel í sinni sjálfskoðun að hún er nú starfsmaður hjá fyrrnefndu FitSuccess. „Ég veit að ég var svo sem aldrei í mjög mikilli ofþyngd en ég er frekar hávaxin þannig að ég var nokkuð þung og þess vegna finnst mér kílóatalan ekki skipta það miklu máli. Það voru alveg tímar þegar ég var í mínu versta líkamlega formi að ég var nokkuð þung á mér andlega. Ég finn það líka að ég er mun léttari bæði á líkama og sál þegar ég hreyfi mig reglulega og borða vel. Ég get sagt það að ég náði að koma mér á þann stað sem mér líður best og nú er markmiðið bara að halda mér þar,“ segir Hekla. Henni finnst myndir hvetja sig áfram. „Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með myndum, en í fjarþjálfuninni þurfti ég að taka myndir mánaðarlega ásamt því að skila inn ummálsmælingum. Það var mjög gaman að fylgjast með þeirri þróun hjá mér, það var virkilega mikil hvatning.“En hvað vill Hekla segja við fólk sem vill breyta um lífsstíl en kemur sér ekki af stað? „Ef að fólk er að hugsa um það að breyta venjunum sínum þá þarf fyrst og fremst að setja sér raunhæf markmið, ekki ætla sér of stóra hluti til að byrja með heldur er bara um að gera að bæta hægt og rólega í. Það geta allir náð árangri, það tekur bara sinn tíma og það er nauðsynlegt að hafa gott skipulag í þessu öllu saman. Svo verður maður að sjálfsögðu að muna að hafa gaman í leiðinni.“ Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
„Það er kannski klisja en mér hefur aldrei liðið betur, ég er öruggari með sjálfa mig og hef gaman af því sem ég er að gera,“ segir hin 23ja ára Hekla Skjaldardóttir. Hún ákvað að breyta um lífsstíl fyrir nokkrum árum og sér ekki eftir því í dag.Skrópaði í íþróttum og vissi ekkert um næringu „Ég get nú ekki sagt að það hafi verið einhver ein dramatísk stund þar sem ég ákvað það að breyta um lífsstíl. Ég hef aldrei verið einhver íþróttatýpa, þannig að hreyfing var bara ekki á minni dagskrá þegar ég var unglingur. Ég hef akkúrat ekkert keppnisskap og áhuginn var af skornum skammti. Ég var líka alveg týpan sem var dugleg að skrópa í íþróttum, einfaldlega af því að ég nennti ekki að standa í þessu. Mér fannst vesen að svitna og þurfa að fara í sturtu eftir tímana,“ segir Hekla og bætir við að hún hafi lítið sem ekkert spáð í holla næringu. „Mataræðið var nokkurn veginn í takt við þetta. Ég segi nú ekki að það hafi verið alslæmt en ég bara pældi ekkert í því. Ég borðaði í raun bara það sem ég vildi þegar ég vildi og áttaði mig engan veginn á því hvaða næring væri nauðsynlegt fyrir mig að fá og hvenær.“Heklu hefur aldrei liðið betur með sig sjálfa.Mynd / Úr einkasafniByrjaði allt í Zumba Hekla er að norðan en flutti til Reykjavíkur til að næla sér í BA gráðu í mannfræði í Háskóla Íslands. Þá breyttist margt. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var vinkona mín alltaf að tuða í mér í að koma með sér í Zumba. Ég hélt nú ekki, enda í engu formi og hafði engan áhuga á að gera mig að fífli með því að fara í Zumba tíma og dansa fyrir framan ókunnugt fólk,“ segir Hekla og brosir þegar hún rifjar þetta upp. Vinkonan var þrjósk og á endanum gaf Hekla sig. „Suðið skilaði sér og ég fór reglulega í Zumba í sirka tvö ár. Eftir það langaði mig að bæta við mig aukahreyfingu. Ég fann að mér leið vel á því að hreyfa mig og vildi gera meira af því.“25 kíló fuku á einu ári Hekla skráði sig í einkaþjálfun í tvo mánuði sumarið 2016. „Það er víst ekki mjög hengugt fyrir fátæka námsmenn að vera í einkaþjálfun í langan tíma þannig að ég fór að velta fyrir mér hvað væri í boði og leist svona vel á fjarþjálfunina frá FitSuccess. Ég sló til og skráði mig og ætli það hafði ekki verið sú ákvörðun sem hafði hvað mest að segja í því að ég breytti um lífsstíl,“ segir Hekla, sem náði frábærum árangri á aðeins einu ári. „Í þjálfuninni hjá FitSuccess lærði ég líka nauðsynlega hluti um mataræðið, sem er nefnilega stærsti parturinn í því að bæta líkamlegt form. Ég sinnti þjálfuninni mjög samvisksamlega og það hentaði mér mjög vel að borða eftir matarplani. Það gerði ég í næstum því eitt ár ásamt því að ég mætti fimm til sex sinnum í viku í ræktina, tók lyftingaræfingar og svo Zumba einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Ég fann það fljótt að ég varð „háð“ því að borða hollt og að hreyfa mig því að ég veit hversu vel mér líður af því. Á sirka einu ári léttist ég um 25 kíló.“Heklu líður best þegar hún er að hreyfa sig og hugsa vel um sig sjálfa.Mynd / Úr einkasafniVar nokkuð þung á sér andlega Hekla er 23ja ára í dag og er mjög þakklát fyri rað hafa tekið þá ákvörðun að breyta lífi sínu. Henni gekk reyndar svo vel í sinni sjálfskoðun að hún er nú starfsmaður hjá fyrrnefndu FitSuccess. „Ég veit að ég var svo sem aldrei í mjög mikilli ofþyngd en ég er frekar hávaxin þannig að ég var nokkuð þung og þess vegna finnst mér kílóatalan ekki skipta það miklu máli. Það voru alveg tímar þegar ég var í mínu versta líkamlega formi að ég var nokkuð þung á mér andlega. Ég finn það líka að ég er mun léttari bæði á líkama og sál þegar ég hreyfi mig reglulega og borða vel. Ég get sagt það að ég náði að koma mér á þann stað sem mér líður best og nú er markmiðið bara að halda mér þar,“ segir Hekla. Henni finnst myndir hvetja sig áfram. „Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með myndum, en í fjarþjálfuninni þurfti ég að taka myndir mánaðarlega ásamt því að skila inn ummálsmælingum. Það var mjög gaman að fylgjast með þeirri þróun hjá mér, það var virkilega mikil hvatning.“En hvað vill Hekla segja við fólk sem vill breyta um lífsstíl en kemur sér ekki af stað? „Ef að fólk er að hugsa um það að breyta venjunum sínum þá þarf fyrst og fremst að setja sér raunhæf markmið, ekki ætla sér of stóra hluti til að byrja með heldur er bara um að gera að bæta hægt og rólega í. Það geta allir náð árangri, það tekur bara sinn tíma og það er nauðsynlegt að hafa gott skipulag í þessu öllu saman. Svo verður maður að sjálfsögðu að muna að hafa gaman í leiðinni.“
Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira