Leikkonur í One Tree Hill saka framleiðanda um áreitni: „Ég er búin að vera reið í áratug“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 10:24 Mark Schwahn (til vinstri) var framleiðandi þáttanna One Tree Hill. Á myndinni hægra megin má sjá nokkra aðalleikara þáttanna, Chad Michael Murray, Sophia Bush, Bethany Joy Lenz, Hilarie Burton og James Lafferty árið 2005. Vísir/Getty Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira