Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 10:29 Sessions hefur ekki verið í náðinni hjá Trump eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira