„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 20:30 „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna. Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna.
Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52