Repúblikanar í vandræðum með skattafrumvarp Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 23:40 Mitch McConnell er leiðtogi repúblikana á öldungadeildinni. Vísir/AFP Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum. Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum.
Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira