Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 13:29 Carola, Zara Larsson og Robyn skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Getty 1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni. Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni.
Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10