Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 21:30 Myndir: Getty Images Nú nálgast lok ársins 2017 óðfluga, en árið hefur ekki verið sérlega gott ef litið er til ástarmála fræga fólksins. Mörg pör sem voru búin að vera saman í fjöldamörg ár ákváðu að binda enda á ástarsamband sitt á árinu sem er að líða, og hér eru nokkrir skilnaðir sem komu svo sannarlega á óvart. Úti er ævintýri.Vísir / Getty Images Ben Stiller og Christine Taylor 17 ára hjónaband Það var áfall fyrir marga þegar kvikmyndastjörnurnar Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu í apríl að þau væru að skilja eftir sautján ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Ella og Quinlin, og sögðu í fréttatilkynningu vera enn mjög hlýtt til hvors annars. „Með geysimikilli ást og virðingu fyrir hvort öðru, og þeim átján árum sem við höfum eytt saman sem par, höfum við ákveðið að skilja.“ Ben og Christine hafa leikið í nokkrum myndum saman, þar á meðal Zoolander 1 og 2, Tropic Thunder og Dodgeball. Au revoir mon amour!Vísir / Getty Images Romain Dauriac and Scarlett Johansson 2 ára hjónaband Leikkonan Scarlett Johansson og franski blaðamaðurinn Romain Dauriac skildu í janúar eftir tveggja ára hjónaband. Scarlett og Romain byrjuðu að deita í nóvember árið 2012 og eignuðust dótturina Rose árið 2014. Í október það ár gengu þau í það heilaga. Í fréttatilkynningu um skilnaðinn sagðist Scarlett aldrei ætla að tjá sig um skilnaðinn við Romain „Sem ástrík móðir og manneskja sem metur einkalíf sitt, er ég að fullu meðvituð um að dóttir mín verður einn daginn nógu gömul til að lesa fréttir um sig sjálfa. Því vil ég segja að ég mun aldrei tjá mig um upplausn hjónabands míns.“ Búið spil.Vísir / Getty Images Chris Pratt og Anna Faris 8 ára hjónaband Leikaraparið Chris Pratt og Anna Faris tilkynntu um skilnað sinn í ágúst, en þau voru gift í átta ár. „Við erum mjög leið yfir því að tilkynna að við erum að skilja,“ skrifaði parið í sameiginlegri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Við reyndum í langan tíma og við erum mjög vonsvikin. Sonur okkar á tvo foreldra sem elska hann mjög mikið og fyrir hans sakir viljum við halda þessum aðstæðum eins mikið fyrir okkur og við getum. Við elskum enn þá hvort annað og metum tímann sem við áttum saman.“ Chris og Anna eignuðust soninn Jack í ágúst 2012. Where is the love?Vísir / Getty Images Fergie og Josh Duhamel 8 ára hjónaband Söngkonan Fergie og leikarinn Josh Duhamel byrjuðu saman árið 2004 og giftu sig í janúar árið 2009. Í september tilkynntu þau um skilnað sinn, en saman eiga þau soninn Axl sem er fjögurra ára. „Við munum alltaf styðja hvort annað og fjölskyldu okkar,“ skrifuðu þessi fyrrverandi hjón í fréttatilkynningu um leið og þau báðu fjölmiðla að virða einkalíf sitt. Hætt saman eftir 10 ár.Vísir / Getty Images Hayden Christensen og Rachel Bilson 10 ár saman Leikararnir Hayden Christensen og Rachel Bilson fóru hvort í sína áttina í ár eftir næstum því tíu ár saman. Þau kynntust fyrst á setti myndarinnar Jumper árið 2008 og eiga saman dótturina Briar Rose, sem kom í heiminn í október árið 2014. Ástarsaga með óvæntum endi.Vísir / Getty Images Gina Torres and Laurence Fishburne 14 ára hjónaband Suits-leikkonan Gina Torres og Black-ish-stjarnan Laurence Fishburne skildu eftir 14 ára hjónaband, en þau eiga dótturina Delilah, 10 ára. „Það er enginn vondi karl hér. Bara ástarsaga sem endaði öðruvísi en við áttum von á,“ sagði Gina í fréttatilkynningu um skilnaðinn. Forræðisdeila í uppsiglingu?Vísir / Getty Images Jennifer Hudson og David Otunga 10 ár saman Og nú síðast í gær fengum við þær fregnir að söngkonan Jennifer Hudson og glímukappinn David Otunga væru búin að gefa ástina uppá bátinn eftir 10 ára samband. Jennifer og David trúlofuðu sig árið 2008 og árið síðar buðu þau soninn David Jr. velkominn í heiminn. Fregnir herma að forræðisdeila taki við þar sem David ku vilja fullt forræði yfir snáðanum. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Nú nálgast lok ársins 2017 óðfluga, en árið hefur ekki verið sérlega gott ef litið er til ástarmála fræga fólksins. Mörg pör sem voru búin að vera saman í fjöldamörg ár ákváðu að binda enda á ástarsamband sitt á árinu sem er að líða, og hér eru nokkrir skilnaðir sem komu svo sannarlega á óvart. Úti er ævintýri.Vísir / Getty Images Ben Stiller og Christine Taylor 17 ára hjónaband Það var áfall fyrir marga þegar kvikmyndastjörnurnar Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu í apríl að þau væru að skilja eftir sautján ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Ella og Quinlin, og sögðu í fréttatilkynningu vera enn mjög hlýtt til hvors annars. „Með geysimikilli ást og virðingu fyrir hvort öðru, og þeim átján árum sem við höfum eytt saman sem par, höfum við ákveðið að skilja.“ Ben og Christine hafa leikið í nokkrum myndum saman, þar á meðal Zoolander 1 og 2, Tropic Thunder og Dodgeball. Au revoir mon amour!Vísir / Getty Images Romain Dauriac and Scarlett Johansson 2 ára hjónaband Leikkonan Scarlett Johansson og franski blaðamaðurinn Romain Dauriac skildu í janúar eftir tveggja ára hjónaband. Scarlett og Romain byrjuðu að deita í nóvember árið 2012 og eignuðust dótturina Rose árið 2014. Í október það ár gengu þau í það heilaga. Í fréttatilkynningu um skilnaðinn sagðist Scarlett aldrei ætla að tjá sig um skilnaðinn við Romain „Sem ástrík móðir og manneskja sem metur einkalíf sitt, er ég að fullu meðvituð um að dóttir mín verður einn daginn nógu gömul til að lesa fréttir um sig sjálfa. Því vil ég segja að ég mun aldrei tjá mig um upplausn hjónabands míns.“ Búið spil.Vísir / Getty Images Chris Pratt og Anna Faris 8 ára hjónaband Leikaraparið Chris Pratt og Anna Faris tilkynntu um skilnað sinn í ágúst, en þau voru gift í átta ár. „Við erum mjög leið yfir því að tilkynna að við erum að skilja,“ skrifaði parið í sameiginlegri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Við reyndum í langan tíma og við erum mjög vonsvikin. Sonur okkar á tvo foreldra sem elska hann mjög mikið og fyrir hans sakir viljum við halda þessum aðstæðum eins mikið fyrir okkur og við getum. Við elskum enn þá hvort annað og metum tímann sem við áttum saman.“ Chris og Anna eignuðust soninn Jack í ágúst 2012. Where is the love?Vísir / Getty Images Fergie og Josh Duhamel 8 ára hjónaband Söngkonan Fergie og leikarinn Josh Duhamel byrjuðu saman árið 2004 og giftu sig í janúar árið 2009. Í september tilkynntu þau um skilnað sinn, en saman eiga þau soninn Axl sem er fjögurra ára. „Við munum alltaf styðja hvort annað og fjölskyldu okkar,“ skrifuðu þessi fyrrverandi hjón í fréttatilkynningu um leið og þau báðu fjölmiðla að virða einkalíf sitt. Hætt saman eftir 10 ár.Vísir / Getty Images Hayden Christensen og Rachel Bilson 10 ár saman Leikararnir Hayden Christensen og Rachel Bilson fóru hvort í sína áttina í ár eftir næstum því tíu ár saman. Þau kynntust fyrst á setti myndarinnar Jumper árið 2008 og eiga saman dótturina Briar Rose, sem kom í heiminn í október árið 2014. Ástarsaga með óvæntum endi.Vísir / Getty Images Gina Torres and Laurence Fishburne 14 ára hjónaband Suits-leikkonan Gina Torres og Black-ish-stjarnan Laurence Fishburne skildu eftir 14 ára hjónaband, en þau eiga dótturina Delilah, 10 ára. „Það er enginn vondi karl hér. Bara ástarsaga sem endaði öðruvísi en við áttum von á,“ sagði Gina í fréttatilkynningu um skilnaðinn. Forræðisdeila í uppsiglingu?Vísir / Getty Images Jennifer Hudson og David Otunga 10 ár saman Og nú síðast í gær fengum við þær fregnir að söngkonan Jennifer Hudson og glímukappinn David Otunga væru búin að gefa ástina uppá bátinn eftir 10 ára samband. Jennifer og David trúlofuðu sig árið 2008 og árið síðar buðu þau soninn David Jr. velkominn í heiminn. Fregnir herma að forræðisdeila taki við þar sem David ku vilja fullt forræði yfir snáðanum.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira