Áfram konur Frosti Logason skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun