Fótbolti

Englendingar fá að kynnast myndbandstækninni á föstudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Notkun myndbandstækni við dómgæslu færist alltaf í aukana.
Notkun myndbandstækni við dómgæslu færist alltaf í aukana. vísir/getty
Myndbandstækni verður notuð í vináttulandsleik Englands og Þýskalands á Wembley á föstudaginn.

Þetta verður í fyrsta skipti sem myndbandstæknin verður notuð í opinberum leik á enskri grundu.

Myndbandstæknin hefur rutt sér rúms á undanförnum mánuðum og er nú notuð í þýsku og ítölsku úrvalsdeildinni sem og MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þá var myndbandstæknin notuð í Álfukeppninni í Rússlandi í sumar.

Myndbandstæknin er ekki óumdeild en gagnrýnendur hennar segir að notkun hennar hægi of mikið á leiknum.

Myndbandstæknin hefur einnig verið notuð í nokkrum vináttulandsleikjum, þ.á.m. leik Frakklands og Englands í júní. Þá var Raphaël Varane, varnarmaður Frakka, rekinn út af með hjálp myndbandstækninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×