Ætlar að þrýsta á Kínverja vegna viðskipta og Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 11:33 Trump, Jinping og eiginkonur þeirra í Forboðnu borginni. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu. Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu.
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira