Fótbolti

Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason í leiknum í dag.
Kjartan Henry Finnbogason í leiknum í dag. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi.

Íslenska liðið varð að sætta sig við 2-1 tap en Kjartan Henry skoraði mark Íslands með laglegum skalla í seinni hálfleik.

„Ég hefði verið brjálaður ef ég hefði ekki skorað í kvöld. Það er alltaf gaman að skora en ég er ekki í skýjunum. Ég hefði viljað skora fleiri," sagði Kjartan Henry Finnbogason í viðtali við Elvar Geir Magnússon á  fótboltavefsíðunni Fótbolti.net eftir leikinn.

Kjartan Henry fékk færi til að skora fleiri mörk í leiknum en markið hans kom ekki fyrr en þrettán mínútum fyrir leikslok.

„Það er allavega gott að hengja ekki haus og nýta þá bara næsta færi. Ég er ánægður með það,“ sagði Kjartan Henry. Þetta var annað landsliðsmark hans en hann lék sinn áttunda landsleik í dag.

„Sónarmenn eiga að skora mörk en þegar maður er að spila fyrir íslenska landsliðið þarf maður að gera ýmislegt annað og hluti sem ekki allir taka eftir," sagði Kjartan.

„Við gerðum okkar besta en mér fannst þeir skora þegar við vorum að eiga okkar bestu kafla. Við erum með marga nýja og með mig meðal annars. Það vantaði aðeins upp á samhæfingu og að hafa auga fyrir hverjum öðrum,“ sagði Kjartan Henry í viðtalinu við Fótbolta.net en það má nálgast allt viðtalið við hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×