Fótbolti

Ronaldo reynir og reynir en bara getur ekki skorað á Spáni og tölfræðin sannar það

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo er þó að skjóta.
Cristiano Ronaldo er þó að skjóta. vísir/getty
Cristiano Ronaldo er besti fótboltamaður í heimi samkvæmt nýjustu verðlaunum FIFA en það breytir því ekki að hann hefur aldrei farið jafnilla af stað í spænsku 1. deildinni eins og á þessari leiktíð.

Portúgalska undrið er aðeins búið að skora eitt mark í sjö leikjum á Spáni og er strax ellefu mörkum á eftir Lionel Messi í kapphlaupinu að markakóngstitlinum þar í landi. Þeir hafa meira og minna einokað þann titil undanfarin ár.

Ronaldo verður þó ekki sakaður um að skjóta ekki á markið. Þvert á móti. Hann er búinn að eiga 48 skot að marki í þessum sjö leikjum eða rétt tæp sjö skot í leik. Það vill bara ekkert inn hjá honum.

Sem fyrr segir er Portúgalinn aðeins búinn að skora eitt mark í þessum 48 skotum sem gerir skotnýtingu upp á 2,08 prósent sem er stjarnfræðilega lélegt þegar um besta fótboltamann heims er að ræða.

Lionel Messi er búinn að skora tólf mörk úr 69 skotum sem gerir skotnýtingu upp á 17,3 prósent. Hann hefur hjálpað Barceloan að halda sér ósigruðu á toppnum með 31 stig eftir ellefu leiki en Real MAdrid er í þriðja sæti, átta stigum á eftir katalónska risanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×