Fótbolti

Njósnari Man. Utd. sendur á Laugardalsvöll í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það er venjulega góð stemmning á landsleikjum en það var heldur fámennt þegar njósnari Manchester United mætti á Laugardalsvöll í gær.
Það er venjulega góð stemmning á landsleikjum en það var heldur fámennt þegar njósnari Manchester United mætti á Laugardalsvöll í gær. vísir/ernir
Manchester United sendi njósnara fyrir mistök á Laugardalsvöll í gær. Fótbolti.net greinir frá.

United óskaði eftir miða fyrir njósnara félagsins á leik Íslands og Tékklands í Doha í Katar í gær.

KSÍ brást vel við og útvegaði miða á leikinn. United sendi danskan njósnara á leikinn en ekki fylgir sögunni hvaða leikmanni eða leikmönnum hann átti að fylgjast með.

Njósnarinn mætti hins vegar á Laugardalsvöllinn þar sem enginn leikur var í gangi.

Hann fór því í fýluferð til Íslands í staðinn fyrir að horfa á leik Íslands og Tékklands í hitanum í Doha.

Tékkland vann leikinn í gær með tveimur mörkum gegn einu.


Tengdar fréttir

Kjartan Henry tékkaði sig inn

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×