„Brexit er að verða að veruleika“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 23:50 May taldi réttast að dagsetning Brexit skyldi höfð á forsíðu frumvarpsins. Vísir/AFP Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May. Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May.
Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48
Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00
Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28
Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06