„Brexit er að verða að veruleika“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 23:50 May taldi réttast að dagsetning Brexit skyldi höfð á forsíðu frumvarpsins. Vísir/AFP Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May. Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May.
Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48
Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00
Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28
Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06