Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 10:39 Kolaorkuver spúir reyk út í andrúmsloftið. Styrkur koltvísýrings hefur ekki verið hærri í því í hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Vísir/AFP Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun. Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun.
Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira