Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2017 20:40 Lewis Hamilton er að ganga frá titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Vettel komst á fram úr Hamilton í nokkra hringi en Hamilton svaraði fyrir sig á fimmta hring. Stigamunurinn í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú orðinn 66 stig þegar 75 stig eru eftir í pottinum. Mercedes liðið varð heimsmeistari bílasmiða með frammistöðu sinni í keppninni. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni en þegar halarófan var komin í gegnum fyrstu beygju hafði Vettel náð að mynda gott bil aftur í Hamilton. Ricciardo stakk sér inn fyrir Bottas á leiðinni inn í fyrstu beygju á öðrum hring en þeir glímdu í gegnum næstu beygjur og næstu hringi. Á fimmta hring fór Hamilton að sækja á Vettel. Hamilton komst svo fram úr á sjötta hring með opinn afturvæng. Hamilton bjó sér í framhaldinu til gott bil aftur í Vettel. Max Verstappen á Red Bull vann sig upp um tíu sæti á 11 hringjum og var orðinn sjötti eftir að hafa ræst 16. á 11. hring.Max Verstappen hélt að hann hefði náð þriðja sætinu í fimm mínútur en svo var ekki.Vísir/GettyRicciardo féll úr leik á 16. hring á Red Bull bílnum. Hann sagði einfaldlega „vélin er farin, vélin er farin.“ Hann var fljótasti maðurinn á brautinni þangað til vélin gaf sig. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 17. hring og tók undir mjúk dekk. Það er harðasta útgáfan sem var í boði um helgina. Vettel ætlaði sér greinilega að keyra til loka. Vettel varð í kjölfar stoppsins hraðasti maðurinn á brautinni. Bottas kom inn á 19. hring og fékk líkt og Vettel, mjúk dekk undir með það fyrir augum að aka til loka. Hamilton kom inn á 20. hring og kom út á mjúkum dekkjum og rétt á undan Vettel. Hamilton kvartaði svo í talstöðinni yfir að þetta hefði verið of tæpt. Raikkonen sótti á Bottas á hringjunum eftir miðja keppni og gerði sig líklegan þegar 20 hringir voru eftir. Verstappen tók þjónustuhlé á 38. hring og Vettel fylgdi á eftir á næsta hring. Báðir tóku ofur-mjúku dekkin undir. Verstappen var rétt fyrir aftan Vettel þegar báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Raikkonen tók fram úr Bottas á 42. hring og var þar með á orðinn annar á brautinni. Bottas og Raikkonen misstu af tækifærinu til að taka annað þjónustuhlé. Vettel tók fram úr Bottas á 51. hring og var orðinn þriðji á eftir liðsfélaga sínum, Raikkonen. Liðsfélagarnir höfðu svo sætaskipti á ráskaflanum á næsta hring. Vettel var þá orðinn annar á eftir Hamilton. Verstappen gerði tilraun til að taka fram úr Raikkonen og stela þar með síðasta verðlaunasætinu á lokahring keppninnar. Verstappen hafði það í næst síðustu beygjunni og náði þriðja sætinu, eftir að hafa ræst 16. Verstappen var þó refsað fyrir framúraksturinn og fékk fimm sekúndna refsingu fyrir vikið og Raikkonen náði að færa sig upp í þriðja sætið. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Vettel komst á fram úr Hamilton í nokkra hringi en Hamilton svaraði fyrir sig á fimmta hring. Stigamunurinn í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú orðinn 66 stig þegar 75 stig eru eftir í pottinum. Mercedes liðið varð heimsmeistari bílasmiða með frammistöðu sinni í keppninni. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni en þegar halarófan var komin í gegnum fyrstu beygju hafði Vettel náð að mynda gott bil aftur í Hamilton. Ricciardo stakk sér inn fyrir Bottas á leiðinni inn í fyrstu beygju á öðrum hring en þeir glímdu í gegnum næstu beygjur og næstu hringi. Á fimmta hring fór Hamilton að sækja á Vettel. Hamilton komst svo fram úr á sjötta hring með opinn afturvæng. Hamilton bjó sér í framhaldinu til gott bil aftur í Vettel. Max Verstappen á Red Bull vann sig upp um tíu sæti á 11 hringjum og var orðinn sjötti eftir að hafa ræst 16. á 11. hring.Max Verstappen hélt að hann hefði náð þriðja sætinu í fimm mínútur en svo var ekki.Vísir/GettyRicciardo féll úr leik á 16. hring á Red Bull bílnum. Hann sagði einfaldlega „vélin er farin, vélin er farin.“ Hann var fljótasti maðurinn á brautinni þangað til vélin gaf sig. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 17. hring og tók undir mjúk dekk. Það er harðasta útgáfan sem var í boði um helgina. Vettel ætlaði sér greinilega að keyra til loka. Vettel varð í kjölfar stoppsins hraðasti maðurinn á brautinni. Bottas kom inn á 19. hring og fékk líkt og Vettel, mjúk dekk undir með það fyrir augum að aka til loka. Hamilton kom inn á 20. hring og kom út á mjúkum dekkjum og rétt á undan Vettel. Hamilton kvartaði svo í talstöðinni yfir að þetta hefði verið of tæpt. Raikkonen sótti á Bottas á hringjunum eftir miðja keppni og gerði sig líklegan þegar 20 hringir voru eftir. Verstappen tók þjónustuhlé á 38. hring og Vettel fylgdi á eftir á næsta hring. Báðir tóku ofur-mjúku dekkin undir. Verstappen var rétt fyrir aftan Vettel þegar báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Raikkonen tók fram úr Bottas á 42. hring og var þar með á orðinn annar á brautinni. Bottas og Raikkonen misstu af tækifærinu til að taka annað þjónustuhlé. Vettel tók fram úr Bottas á 51. hring og var orðinn þriðji á eftir liðsfélaga sínum, Raikkonen. Liðsfélagarnir höfðu svo sætaskipti á ráskaflanum á næsta hring. Vettel var þá orðinn annar á eftir Hamilton. Verstappen gerði tilraun til að taka fram úr Raikkonen og stela þar með síðasta verðlaunasætinu á lokahring keppninnar. Verstappen hafði það í næst síðustu beygjunni og náði þriðja sætinu, eftir að hafa ræst 16. Verstappen var þó refsað fyrir framúraksturinn og fékk fimm sekúndna refsingu fyrir vikið og Raikkonen náði að færa sig upp í þriðja sætið.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05
Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00