Við erum saman í þessu stríði Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. október 2017 09:30 Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar