Aron viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök og slapp við tveggja ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 11:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira