Konur – Ísland allt Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. október 2017 13:15 Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun