Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 23:38 Repúblikanar og demókrata réðu sama fyrirtækið til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Trump í kosningabaráttunni. Vísir/Getty Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs. Donald Trump Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs.
Donald Trump Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira