Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2017 14:15 Valtteri Bottas var snöggur á föstudegi í Mexíkó. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30
Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00