Jón og séra Jón Katrín Fjeldsted skrifar 10. október 2017 07:00 Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar