Fótbolti

Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frábærir en samt ekki lengur bestir á Norðurlöndum.
Frábærir en samt ekki lengur bestir á Norðurlöndum. Vísir/Ernir
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda.

Riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM lauk í gærkvöldi og um leið var hægt að finna út hvernig þjóðirnar raðast upp þegar FIFA skiptir þjóðum upp í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðla í úrslitakeppni HM 2018.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo, betur þekktur sem MisterChip, hefur reiknað saman stöðu þjóða á næsta styrkleikalista FIFA.

Íslenska landsliðið var í 22. sæti á september listanum en er nú komið upp í 21. sæti. Liðið hækkar sig því um eitt sæti en nær ekki inn á topp tuttugu þrátt fyrir góða sigra á Tyrklandi og Kósóvó.



Íslenska liðið missir líka Dani upp fyrir sig á listanum. Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og fer nú úr 26. sæti upp í 19. sæti.

Danir eiga enn möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir verða í umspilinu ásamt Svíum. Svíarnir eru í 25. sæti á komandi lista en voru í 23. sæti í síðasta mánuði.

Danir hoppa því upp fyrir bæði Íslendinga og Svía á listanum sem verður gefinn út 16. október næstkomandi.

Lars Lagerback er líka á uppleið með norska landsliðið á listanum. Norðmenn eru í 58. sæti á nýja listanum og fara upp um heil 15 sæti því þeir voru í 73. sæti á september listanum.

Alexis Martín-Tamayo hefur einnig reiknað út hvernig styrkleikalistarnir fjórir líta út þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 1. desember næstkomandi.

Samkvæmt honum verður íslenska landsliðið í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Írlandi.

Það fylgi reyndar máli að MisterChip setur sér þrjár forsendur.

Að Perú slái út Nýja-Sjáland og að fjórar efstu Evrópuþjóðirnar í umspilinu tryggi sér farseðilinn til Rússlands.

Þá gefur hann sér að Túnis, Senegal og Fílabeinsströndin komist áfram í Afríku.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir munu væntanlega líta út og um leið er hægt að fara setja sama draumariðil og martraðarriðill fyrir íslenska landsliðið.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×