Þingmaður varaði við „ófyrirséðum“ viðbótargjöldum WOW Air á breska þinginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 12:56 Þingmaðurinn Darren Jones var óánægður með copy/paste-svör flugfélagsins eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands og vakti athygli á því á breska þinginu. Vísir/Getty Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur. Fréttir af flugi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur.
Fréttir af flugi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira