Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. október 2017 06:30 Liðlega 20 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa. Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa.
Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
„Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00