Kórar Íslands: Flugfreyjukór Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 10:04 Flugfreyjukór Icelandair. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans. Kórar Íslands Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans.
Kórar Íslands Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira