Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:32 Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream. Vísir/Getty Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44