Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2017 20:00 Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi. Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi.
Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira