Á höllum brauðfæti? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2017 16:35 Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun