Handbolti

Hannover henti Kiel út úr bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Veturinn hefur verið þungur fyrir Alfreð og lærisveina hans.
Veturinn hefur verið þungur fyrir Alfreð og lærisveina hans. vísir/getty
Martraðartímabil liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, heldur áfram en í kvöld lauk liðið keppni í þýsku bikarkeppninni.

Hannover-Burgdorf lagði þá Kiel, 24-22, á heimavelli. Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Hannover en Casper Mortensen skoraði tíu mörk fyrir liðið í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen er aftur á móti komið áfram eftir fjögurra marka útisigur, 24-28, gegn TuS Ferndorf. Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara að þessu sinni.

Bjarki Már Elísson félagar í Füchse Berlin gerðu sér lítið fyrir og skelltu Flensburg, 26-29, á útivelli. Bjarki Már skoraði fimm mörk í leiknum.

Í Frakklandi þá vann lið Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar fínan sigur, 29-26, á Ivry. Ásgeir Örn komst ekki á blað í leiknum.

Geir Guðmundsson komst ekki heldur á blað hjá Cesson-Rennes sem tapaði, 22-21, fyrir Dunkerque. Sigurmark leiksins var skorað fjórum sekúndum fyrir leikslok. Grátlega svekkjandi fyrir Geir og Ragnar Óskarsson sem er einn af þjálfurum liðsins.

Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með liðinu vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×