Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ástandið í flóttamannabúðum Rohingja þykir slæmt. vísir/epa Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA). Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA).
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10