Hamilton: Ég þurfti að hafa mig allan við Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2017 15:00 Lewis Hamilton stóð á efsta þrepinu á verðlaunapallinnum í dag. Max Verstappen og Daniel Ricciardo veittu honum félagsskap þar. Vísir/Getty Lewis Hamilton landaði 25 stigum í dag með frábærum akstri. Hann vann þar með sinn áttunda kappakstur í Formúlu 1 á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökunni? „Áhorfendur eru búnir að vera frábærir í dag. Það er langt síðan við höfum séð í sjóinn af brautinni. Max [Verstappen] var fljótur í dag og ók góða keppni. Ég þurfti að hafa mig allan við til að hafa stjórn á aðstæðum og eiga svar við lokaatlögunni frá Max,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Hraðinn í dag var góður, ég var samkeppnishæfari á mjúku dekkjunum en þeim ofur-mjúku. Bíllinn er að ná framförum í hverri keppni, verst að það er erfitt að taka fram úr hér,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. Verstappen var valinn ökumaður dagsins af áhorfendum. „Ég setti mér markmið fyrir helgina, það var að ná í verðlaun á Suzuka. Það tókst. Þegar dreifðist úr keppendum var lítið að frétta hjá mér þangað til Valtteri [Bottas] veitti mér keppni undir lokin svo það lífgaði upp á loka hringina,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. „Lewis ók góða keppni og fór varlega með dekkin. Ferrari ók góða keppni með Kimi Raikkonen og þeir sýndu hvað þeir geta,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1.Kimi Raikkonen ók vel í dag á Ferrari bílnum. Hann tók fram úr talsverðum fjölda ökumanna og vann sig að endingu úr 10. sæti í það fimmta.Vísir/Gstty„Okkur hefur gengið vel að þróa bílinn undanfarið og það er öllu okkar starfsfólki að þakka sem fórnar tíma með fjölskyldum sínum til að gera okkur kleift að berjast. Við eigum að geta barist í öllum keppnum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Óheppni Ferrari er ótrúleg. Lewis ók frábæra keppni í dag. Það er frábært að sjá að við getum átt svona keppnir. Það er ekkert sem var að hrjá Lewis undir lokin. Hann var bara búinn að slá aðeins af til að spara vél og dekk og þá fannst honum eitthvað vera að sem ekki var. Valtteri [Bottas] var góður í dag, hann kom vel til baka eftir refsinguna á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Okkur er ætlað að vera gagnrýnin. Við sem lið höfum náð frábærum árangri í ár. Eina sem við getum gert er að stíga upp, nú tökum við okkur smá hvíld og komum svo sterkari til baka í þeim fjórum keppnum sem eru eftir,“ sagði Sebastian Vettel eftir að hann hafði fallið úr keppni. „Ég veit ekki hvort við erum með annan besta bílinn, ég ók bara mínum bíl í dag. Það er öruggt að við þurfum að bæta áreiðanleikan en það er gefið,“ sagði Kimi Raikkonen sem endaði í fimmta sæti á Ferrari bílnum. „Keppnisáætlunin var góð og hún gekk upp í dag. Það var gaman af þessu, hins vegar var synd að við gátum ekki losað okkur við Red Bull bílinn í undir lokin og náð í verðlaun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fjórði í dag á Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00 Lewis Hamilton vann í Japan | Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 8. október 2017 06:27 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton landaði 25 stigum í dag með frábærum akstri. Hann vann þar með sinn áttunda kappakstur í Formúlu 1 á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökunni? „Áhorfendur eru búnir að vera frábærir í dag. Það er langt síðan við höfum séð í sjóinn af brautinni. Max [Verstappen] var fljótur í dag og ók góða keppni. Ég þurfti að hafa mig allan við til að hafa stjórn á aðstæðum og eiga svar við lokaatlögunni frá Max,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Hraðinn í dag var góður, ég var samkeppnishæfari á mjúku dekkjunum en þeim ofur-mjúku. Bíllinn er að ná framförum í hverri keppni, verst að það er erfitt að taka fram úr hér,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. Verstappen var valinn ökumaður dagsins af áhorfendum. „Ég setti mér markmið fyrir helgina, það var að ná í verðlaun á Suzuka. Það tókst. Þegar dreifðist úr keppendum var lítið að frétta hjá mér þangað til Valtteri [Bottas] veitti mér keppni undir lokin svo það lífgaði upp á loka hringina,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. „Lewis ók góða keppni og fór varlega með dekkin. Ferrari ók góða keppni með Kimi Raikkonen og þeir sýndu hvað þeir geta,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1.Kimi Raikkonen ók vel í dag á Ferrari bílnum. Hann tók fram úr talsverðum fjölda ökumanna og vann sig að endingu úr 10. sæti í það fimmta.Vísir/Gstty„Okkur hefur gengið vel að þróa bílinn undanfarið og það er öllu okkar starfsfólki að þakka sem fórnar tíma með fjölskyldum sínum til að gera okkur kleift að berjast. Við eigum að geta barist í öllum keppnum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Óheppni Ferrari er ótrúleg. Lewis ók frábæra keppni í dag. Það er frábært að sjá að við getum átt svona keppnir. Það er ekkert sem var að hrjá Lewis undir lokin. Hann var bara búinn að slá aðeins af til að spara vél og dekk og þá fannst honum eitthvað vera að sem ekki var. Valtteri [Bottas] var góður í dag, hann kom vel til baka eftir refsinguna á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Okkur er ætlað að vera gagnrýnin. Við sem lið höfum náð frábærum árangri í ár. Eina sem við getum gert er að stíga upp, nú tökum við okkur smá hvíld og komum svo sterkari til baka í þeim fjórum keppnum sem eru eftir,“ sagði Sebastian Vettel eftir að hann hafði fallið úr keppni. „Ég veit ekki hvort við erum með annan besta bílinn, ég ók bara mínum bíl í dag. Það er öruggt að við þurfum að bæta áreiðanleikan en það er gefið,“ sagði Kimi Raikkonen sem endaði í fimmta sæti á Ferrari bílnum. „Keppnisáætlunin var góð og hún gekk upp í dag. Það var gaman af þessu, hins vegar var synd að við gátum ekki losað okkur við Red Bull bílinn í undir lokin og náð í verðlaun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fjórði í dag á Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00 Lewis Hamilton vann í Japan | Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 8. október 2017 06:27 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00
Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00
Lewis Hamilton vann í Japan | Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 8. október 2017 06:27