Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 07:03 Donald og Melania Trump fögnuðu mexíkóskri arfleið á fundi í Hvíta húsinu á dögunum. Nú krefst þess fyrrnefndi að veggur skuli rísa á landamærum Mexíkó. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44