Fótbolti

Guðni Bergsson: Ekki vekja mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Formaðurinn í stúkunni í kvöld
Formaðurinn í stúkunni í kvöld Vísir/eiríkur
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var að vonum í skýjunum með stórkostlegan 2-0 sigur Íslands á Kósóvó sem tryggði sæti í Heimsmestarakeppninni að ári.

„Manni bara skortir orð. Það er ótrúleg tilfinning að vera komin á HM. Þessir strákar og þetta lið er bara með ólíkindum,“ sagði Guðni við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leikinn.

„Við erum svo stolt af þessu og ég bara elska þessa drengi, ég elska Ísland, ég elska þessa stuðningsmenn og þetta er bara draumi líkast,“ sagði formaðurinn.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk Íslands og tryggðu farseðilinn til Rússlands.

„Nei, við komumst aldrei nógu nálægt því, en þetta er raunveruleikinn núna,“ sagði Guðni aðspurður hvort hann hafi trúað því sem leikmaður að liðið kæmist í lokakeppni HM.

„Ef mig er að dreyma, ekki vekja mig,“ sagði Guðni Bergsson.


Tengdar fréttir

Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands

Mikill áhugi er hjá Íslendingum á flugferðum til Rússlands nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hársbreidd frá HM á næsta ári. Verður öðruvísi ferðalag en til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×