Fótbolti

Myndaveisla frá deginum þegar litla Ísland komst á HM í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna á Ingólfstorgi.
Strákarnir fagna á Ingólfstorgi. Vísir/Hanna
Ísland skrifaði knattspyrnusöguna í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn.

Strákarnir í landsliðinu voru ekki aðeins að endurskrifa íslensku knattspyrnusöguna heldur einnig 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar.

Aldrei áður hefur þjóð með minna en milljón íbúa komist inn á HM og Ísland tók þar með metið af Trínidad og Tóbagó.

Ísland tryggði sér HM-sætið með 2-0 sigri á Kósóvó og er nú ein af sautján þjóðum sem eru komnar með farseðilinn til Rússlands næsta sumar.

Eftir að hafa fagnað vel og lengi með stuðningsfólkinu sínu á Laugardalsvellinum lá leiðin niður á Ingólfstorgið þar sem tók við mikil sigurhátíð sem endaði með því að strákarnir okkar mættu og fóru upp á svið.

Ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins þeir Ernir Eyjólfsson, Eyþór Árnason, Anton Brink Hansen og Hanna Andrésdóttir voru með myndavélarnar á lofti í kvöld og mynduðu þennan sögulega dag í sögu íslensku þjóðarinnar.

Það má þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×